Umferðarofsi

Síðustu helgi á laugardegi var ég úti á ferðinni með vini mínum mjög seint um nóttina, alveg komið framm í morgun næstum.
Við vorum að keyra um Kópavogi þar sem Byko er og þar en vorum svo á leið okkar yfir bílabrúna sem leiðir yfir í Breiðholt, þessi sem var byggð fyrir ekki það löngu. Á henni var lögreglubíll á ofsahraða að veita öðrum bíl eftörför, mér brá alveg rosalega því í smá tíma leit út fyrir að bíllinn myndi ekki ná beygjunni vegna hraða heldur kastast áfram á okkur. Það hefði orðið stórslys því að lögreglan hefði fylgt fast á eftir í áreksturinn. Hraðinn á þeim báðum var svo mikill að ég efast um að einhver hefði lifað það af, en allt í einu í síðustu andrá rétt svo náði bíllinn beygjunni en hægðist svo á honum að lögreglan gat króað hann af.
Það var samt bara einskær heppni í okkar garð að hann hafi náð þessari beygju.

Daginn eftir opnaði ég svo blaðið og var stór grein um þetta. Hafði þá þessi ökuþór verið eltur af lögreglunni í mjög langan tíma á 200 km hraða!
Svona fólk skil ég ekki, að aka um á 200 km hraða um alla Reykjavík undir áhrifum einhvers, stundum á móti umferð og annað sýnir bara það að sumir bera enga virðingu fyrir lífi annara. Þessi maður var ekki einungis að leggja líf sitt og lögreglunnar í hættu heldur allra annara borgarbúa sem voru á götum bæjarins. Svoleiðis fólk ætti að missa ökuréttindi sín fyrir fullt og allt, það er bara eitthvað að í heilanum á þeim og ólíklegt að það breytist einhvertíman.
Ég held að áður en fólk fái ökuréttindi ætti að taka sálfræðilegt próf á fólki sem myndi sýna hvaða fólk hefði þroska til að vera ábyrgt á ökutækjum. Það er einbeitt sér of mikið að því hvort fólkið sem er að taka ökupróf kunni örugglega ekki reglurnar bak og fyrir. En hver er tilgangurinn í að kunna allar þessra reglur utan af ef þú ætlar ekki að fara eftir þeim ?

-Held ég ljúki þessari pælingu hér.

         -Elísabet Guðbjörg Helgadóttir.



(myndirnar í blogginu tengjast ekki sögunni)


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert2001

Þetta eru æsispennandi færslur, nánast eins og umfjöllun í fjölmiðli, sem bloggið er. Þú mættir setja inn fleiri tæki og tól t.d. skoðanakönnun, vinalista. Þú ert með myndirnar til staðar.

Róbert2001, 21.2.2007 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband