21.2.2007 | 14:57
Umferðarofsi
Síðustu helgi á laugardegi var ég úti á ferðinni með vini mínum mjög seint um nóttina, alveg komið framm í morgun næstum.
Við vorum að keyra um Kópavogi þar sem Byko er og þar en vorum svo á leið okkar yfir bílabrúna sem leiðir yfir í Breiðholt, þessi sem var byggð fyrir ekki það löngu. Á henni var lögreglubíll á ofsahraða að veita öðrum bíl eftörför, mér brá alveg rosalega því í smá tíma leit út fyrir að bíllinn myndi ekki ná beygjunni vegna hraða heldur kastast áfram á okkur. Það hefði orðið stórslys því að lögreglan hefði fylgt fast á eftir í áreksturinn. Hraðinn á þeim báðum var svo mikill að ég efast um að einhver hefði lifað það af, en allt í einu í síðustu andrá rétt svo náði bíllinn beygjunni en hægðist svo á honum að lögreglan gat króað hann af.
Það var samt bara einskær heppni í okkar garð að hann hafi náð þessari beygju.
Daginn eftir opnaði ég svo blaðið og var stór grein um þetta. Hafði þá þessi ökuþór verið eltur af lögreglunni í mjög langan tíma á 200 km hraða!
Svona fólk skil ég ekki, að aka um á 200 km hraða um alla Reykjavík undir áhrifum einhvers, stundum á móti umferð og annað sýnir bara það að sumir bera enga virðingu fyrir lífi annara. Þessi maður var ekki einungis að leggja líf sitt og lögreglunnar í hættu heldur allra annara borgarbúa sem voru á götum bæjarins. Svoleiðis fólk ætti að missa ökuréttindi sín fyrir fullt og allt, það er bara eitthvað að í heilanum á þeim og ólíklegt að það breytist einhvertíman.
Ég held að áður en fólk fái ökuréttindi ætti að taka sálfræðilegt próf á fólki sem myndi sýna hvaða fólk hefði þroska til að vera ábyrgt á ökutækjum. Það er einbeitt sér of mikið að því hvort fólkið sem er að taka ökupróf kunni örugglega ekki reglurnar bak og fyrir. En hver er tilgangurinn í að kunna allar þessra reglur utan af ef þú ætlar ekki að fara eftir þeim ?
-Held ég ljúki þessari pælingu hér.
-Elísabet Guðbjörg Helgadóttir.
(myndirnar í blogginu tengjast ekki sögunni)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.2.2007 | 14:30
Förðun
Ég ákvað að blogga um útlit og hreinlæti þarsem það skiftir mig miklu máli í daglegu lífi og ég veit sitthvað um þessa tvo hluti og ætla ég að fjalla um það helsta sem ég veit í þessu bloggi.
Útlit er stór partur í lífi flestra til þess að láta sér líða vel sumir kjósa að mála sig en aðrir kjósa að ganga í allskonar fötum og með allskonar skartgripi og aðrir kjósa að gera þetta alltsaman.
Stelpur eru byrjaðar að mála sig alltof ungar að mínu mati eða alveg frá 11 ára aldri, flestar byrja samt um 13 14 ára en sumar byrja aldrei eða gera það sjaldan. Þegar stelpur eru að byrja ungar virðist sem þær kynna sér mjög lítið hvernig er best að mála sig og þær mála sig margar of mikið meikið allt flekkótt og svokölluð gríma í andlitunum. Svo eru þær að setja á sig afar dökka augnskugga og mikin eyeliner sem gerir þær í flestum tilvikum bara ljótar. Maskarinn alveg í klessu á augnhárunum því þær setja svo mikið. Og ég er að tala af eigin reynslu með þetta, var að skoða myndir af mér um daginn frá 12 ára aldri og vildi ég óska þess að ég hefði frekar bara sleft því að mála mig. Það er eins og sumar stelpur átti sig ekki á því að það þarf ekki endalaust af málningu til að vera fallegur en seinna meir fattar maður það og flestir draga úr því.
Það sem er samt mesta vandamálið er að stundum er eins og stelpur átti sig ekki á því að þær verða að mála sig í samræmi við sinn húðlit og hárlit sama þótt þær séu með litað eða ekta.
Ég hef t.d. bæði verið með dökkt og ljóst hár og mála mig ekki eins og ég gerði þegar ég var með dökkt.
Ætla að taka hérna smá dæmi um hvernin ég málaði mig og mála mig til að þið getið fengið smá hugmyndir.
Dökkt hár:
Ef þú ert með dökkt hár er best að nota svona milliliti ekki alveg ljósa og ekki beint dökka heldur svona mitt á milli í augnskuggum.
Ég nota sjaldan augnskugga en þegar ég gerði það notaði ég svokallaða jarðliti, bage, ljós brúna og súkkulaði brúna og stundum bronslitaða, það kemur mjög vel út ef að þú ert með frekar dökkan húðlit. Ef að maður vill ekki fá grímu er best að sleppa því alveg að nota meik, það fer líka ílla með húðina og persónulega nota ég það aldrei. Best er að nota krem með lit í undir og svo sólarpúður yfir og smá kynnalit. Svo farða ég augun með þunna línu af svörtum eyeliner á efri augnlokum og svartan maskara.
Ljóst hár:
Þar sem ég er með ljóst hár nota ég enn sjaldnar augnskugga, en þegar ég nota þá eru þeir í jarðbundnum litum því að ég er með græn augu og það fer ekki vel að nota liti við það.
Set svo auðvitað þunna línu af svörtum eyliner til að fá aðeins betra lúkk yfir augun.
Hef svo alltaf notað smá maskara á augnhárin til að gera þau falleg.
Nota krem með lit í undir og svo sólarpúður yfir og smá kynnalit alveg eins og ég gerði þegar ég var dökkhærð.
Hef það ekki lengra í þetta skifti.
Kv; Elísabet Guðbjörg
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)